Framsetning gagna og miðlun

Þessi flokkur inniheldur þætti sem varða afhendingu og snið upplýsinga sem settar eru fram til birtingar eða miðlunar í upplýsingakerfum. Hann inniheldur m.a. skilgreiningar á grunnþáttum í gagnameðhöndlun í upplýsingakerfum, sérstaklega hvað varðar stafamengi og kótun, skráartegundir og snið skjala, margmiðlun (miðlun á texta, myndum og hljóði) og aðgang notenda að upplýsingum.

Aðgengi og viðmótshönnun

Í þessum flokki eru skilgreiningar og viðmið sem varða aðgengi notenda að upplýsingum og/eða þjónustu og útfærslu viðmóta notenda. Aðgengileiki snýst um mögulegan aðgang sem flestra að tiltekinni þjónustu eða tilteknum upplýsingum, óháð staðsetningu, kostnaði, búnaði, fötlun eða öðrum takmörkunum notenda.

Fjölrása aðgangur

Framsetning gagna getur verið um mismunandi búnað og kerfi. Aðgengi getur meðal annars verið um Veraldarvefinn í hefðbundnar tölvur, yfir Internetið með skráarmiðlun, yfir GSM símkerfi með GPRS eða G3, yfir hefðbundin símkerfi með hljóði og tónvali, eða yfir Veftengd lófatæki eins og lófatölvur og farsíma með Vefvafra.

Stafamengi

Til að gera kleyft að túlka texta í tölvukerfum og miðla textagögnum þarf að skilgreina kóðun fyrir stafamengi. Þessi flokkur inniheldur viðmið fyrir stafamengi og kóðun þeirra.

Reglur fyrir stafakótun

Til að gera kleyft að miðla textagögnum á milli mismunandi tölvukerfa þarf að skilgreina vörpun á milli stafamengja. Þessi flokkur inniheldur viðmið og aðferðir við túlkun og vörpun stafakóða á milli kerfa.

Sameiginleg ritstýring

Í þessum flokki eru aðferðir við samvinnu margra notenda í ritstýringu og útgáfu skjala og skráa á almennu opnu neti (t.d. á vefnum). Meðal annars umgjörð fyrir myndun, meðhöndlun og breytingar á tölvugögnum, þar með talið læsingar, eigindi og útgáfustaða og skipulag(binding gagna.

Margmiðlunarsnið

Þessi flokkur inniheldur meðal annars snið fyrir skjöl og aðferðir til að kóta upplýsingar til vistunar í tölvuskrám. Skráarsnið fyrir tölvutækar kyrrmyndir eru sérstök og byggja á varðveislu díla (myndpunkta). Vigurteikningar byggja á skilgreiningu myndefnis með vigrum (staðsetningu, lengd og stefnu). Landfræðileg gögn innihalda meðal annars hæðarlínur, mörg lög með ýmsum upplýsingum eins og legu vega, jarðarmarka, landamæra og göngustíga, hnitagögn og form lands og vatna. Sérstök snið eru fyrir landfræðileg gögn, jafnvel fyrir hverja tegund gagna. Miðlun landfræðilegra gagna á milli kerfa er háð skilgreiningu upplýsinganna sem skrárnar innihalda.

Þjöppun skráa

Þjöppun tölvuskráa byggir á koma upplýsingum fyrir í minna vistunarrými með þvi að endurkóta gögnin. Til eru bæði taplausar aðferðir og aðferðir þar sem minna mikilvægar upplýsingar tapast. Aðferðir við þjöppun geta verið mismunandi fyrir mismunandi tegundir tölvugagna.

Samstillt dreifing efnis

Í þessum flokki eru skilgreiningar og viðmið fyrir samstillta dreifingu efnis þar sem einn aðili gerir efnið aðgengilegt fyrir marga aðra, eins og í fréttastraumum á Vefnum.

Margmiðlunarstreymi

Margmiðlun er samþætting á texta, hljóði og myndum ásamt framsetningu á efninu og viðmót fyrir neyslu þess. Flæði á margmiðlunarefni krefst notkunar á mismunandi sniðum fyrir innihaldið og stjórnunar á miðlun og móttöku.

Viðskiptaskjöl

Í þessum flokki eru skilgreiningar og viðmið fyrir viðskiptaskeyti, m.a. EDI skeyti og skeyti byggð á XML.

Hafir þú einhverjar ábendingar eða athugasemdir við drögin endilega sendu okkur línu

Senda
Allir reitir verða að vera fylltir út
Skilaboð hefur verið sent