Umgjörð öryggis

Ýmis viðmið sem teljast til grunnþátta eða umgjarðar öryggis, eins og öryggi í IP samskiptahætti, almennar málreglur fyrir dulritun, öryggi í tengingum og samskiptarásum og tímastimplun.

Dreifilyklaskipulag

Dreifilyklaskipulag er það skipulag sem þarf til að framleiða og afhenda lykla og skilríki, viðhalda stöðuupplýsingum um skilríkin, gera afturköllunarlista aðgengilega og safnvista viðeigandi upplýsingum. Dreifilyklaskipulag gerir notendum meðal annars kleift að hafa samskipti yfir almenn netkerfi eins og Internetið á öruggan hátt með því að nota par af dulmálslyklum, einkalykil og dreifilykil. Framleiðsla lyklanna ásamt tengingu þeirra við vottorðshafa er staðfest af aðila sem nýtur trausts.

Öryggi í vefþjónustu

Hér er fjallað um viðmið sem varða öryggi í vefþjónustu og samskiptum tengum henni.

Dulmálsfræði

Öryggisþættir sem byggja á dulmálsfræði eru meðal annars ýmis algrím, t.d. fyrir dulritun, undirskriftir og tætiföll.

Öryggi í XML

Hér er m.a. fjallað um XML undirritanir og dulkóðun.

Sannvottun/heimilun

Hér er m.a. fjallað um staðla er varða uppflettingu á þjónustum tengd x500 stöðlum. Ss. Uppflettingu á x509 skilríkjum. Tengist líka öryggistöðlum s.s. SAML.

Aðgangsstjórnun

Hér er fjallað um aðgangsstýringar í XML.

Hafir þú einhverjar ábendingar eða athugasemdir við drögin endilega sendu okkur línu

Senda
Allir reitir verða að vera fylltir út
Skilaboð hefur verið sent