Samþætting gagna og millibúnaður

Þessi flokkur inniheldur þætti sem varða samþættingu gagna sem eiga uppruna sinn í mismunandi tölvukerfum.

Þrír lykilþættir í samþættingu gagna eru sameiginleg gerðarlýsing fyrir gögnin, misleitar gerðarlýsingar upprunagagnanna og vörpun fyrirspurna á milli gerðarlýsinga upprunagagna og sameiginlegra gerðarlýsinga.

Millibúnaður sem samtengir hugbúnaðarkerfi fyrir miðlun gagna er líka hluti af þessum flokki.

Hafir þú einhverjar ábendingar eða athugasemdir við drögin endilega sendu okkur línu

Senda
Allir reitir verða að vera fylltir út
Skilaboð hefur verið sent