Stefna og markmið

Meginmarkmið landsumgjarðar er að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir alla hagsmunaaðila – einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir – með framboði á opinni, almennri þjónustu sem veitt er öllum án mismunar.

 

Þjónustuaðilar ættu að sjá til þess að lausnir þjóni öllum notendum á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt og gefi mesta virði fyrir útlagðan kostnað.

 

Útfærsla þjónustunnar og þjónustuþættir ætti að ákvarða út frá þörfum notenda, hvort sem það eru borgarar, neytendur, viðskiptavinir, starfsmenn, stofnanir eða fyrirtæki.

 

Lögð er áhersla á að samvirkni geri mögulegt að nýta að fullu þau tækifæri sem ný tækni skapar til að yfirstíga samfélagslega og efnahagslega mismunun og útilokun, þar sem tekið er tillit til almennrar þátttöku og jafnræðis í öllu þróunarferli þjónustu frá hönnun, ákvörðunar á innihaldi og til útfærslu.

 

Allar lausnir ættu að styðja aðgengi að notendavænni þjónustu á öruggan og sveigjanlegan hátt, með persónulegu sniði og með fullri virðingu fyrir trúnaði upplýsinga og friðhelgi einstaklingsins.

 

Notendur ættu að hafa aðgang að þjónustu á einum stað þar sem einungis er þörf á að veita tilteknar upplýsingar einu sinni til sama aðila.

Undirliggjandi meginreglur

Hér á eftir er fjallað um þær undirliggjandi meginreglur fyrir rafræna þjónustu sem lögð er áhersla á við gerð landsumgjarðarinnar. Þetta eru almennar stefnureglur sem mótun þjónustu byggir á og sem lýsa væntingum allra hagsmunaaðila til þjónustuveitingar. Þær þjóna sem almenn viðmið fyrir góða stjórnun sem á við þegar rafrænni þjónustu er komið á fót.

Notendamiðjun

Þjónusta er veitt í þeim tilgangi að uppfylla þarfir notenda, hvort sem þeir eru borgarar, neytendur, viðskiptavinir, starfsmenn, stofnanir eða fyrirtæki. Nánar tiltekið þá ættu þessar þarfir að ákvarða hvaða þjónusta er veitt og hvernig hún er útfærð.

Almennt munu notendur hafa eftirfarandi væntingar: 

 • Aðgengi að notendavænni þjónustu á öruggan og sveigjanlegan hátt, með persónulegu sniði og fullri virðingu fyrir trúnaði og friðhelgi einstaklingsins.
 • Að einungis sé þörf á að veita tilteknar upplýsingar einu sinni til sama aðila.
 • Að hafa aðgang að þjónustu á einum stað í þeim tilvikum þegar margir aðilar þurfa að koma saman til að veita þjónustuna.
 • Að þjónusta sé veitt eftir mörgum rásum til að styðja aðgang hvernig sem er, hvar sem er og hvenær sem er.

Almenn þátttaka og aðgengi

Notkun á upplýsinga- og fjarskiptatækni ætti að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir alla hagsmunaaðila – einstaklinga, fyrirtækja og stofnana – með framboði á opinni, almennri þjónustu sem veitt er öllum án mismunar. Með almennri þátttöku er leitast við að nýta að fullu þau tækifæri sem ný tækni skapar til að yfirstíga samfélagslega og efnahagslega mismunun og útilokun.

Aðgengi, eða tiltækileiki þjónustu, er ætlað að tryggja að notendur með fötlun og eldri borgarar hafi aðgang að þjónustu þannig að þeir geti upplifað sama þjónustustig og aðrir notendur. Taka þarf tillit til almennrar þátttöku og jafnræðis í aðgengi í öllu þróunarferli þjónustu frá hönnun, ákvörðun innihalds og útfærslu. 

Markmið um almenna þátttöku og jafnt aðgengi fela venjulega í sér margskonar rásir fyrir veitingu þjónustunnar. Það gæti þurft að viðhalda hefðbundnum veiturásum fyrir þjónustu samhliða nýjum rásum sem tæknin býður, þannig að notandinn hafi val í aðgangi að þjónustunni. Efla má almenna þátttöku og jafnræði í aðgengi með útfærslu kerfis þannig að þriðji aðili, t.d. umboðsaðili, geti komið fram fyrir hönd annars notanda sem getur ekki, annað hvort varanlega eða tímabundið, notað þjónustuna beint.

Öryggi og friðhelgi

Notendur verða að vera þess fullvissir að þeir séu í samskiptum við þjónustuveitur í traustu umhverfi og í fullu samræmi við þær reglur sem eiga við, t.d. um friðhelgi og persónuvernd. Þetta þýðir að þjónustuveitandi verður að tryggja að friðhelgi einstaklings og trúnaður uppplýsinga sé virt.

Notendur ættu að hafa rétt á að staðfesta þær upplýsingar sem þjónustuveitandi safnar um þá og ákveða hvort þessar upplýsingar eru notaðar í öðrum tilgangi en þeim sem var forsenda fyrir upprunalegri skráningu þeirra.

Skilvirkni og hagkvæmi

Notendur þjónustuaðila geta verið borgarar, neytendur, viðskiptavinir, starfsmenn, stofnanir eða fyrirtæki. Þjónustuaðilar ættu að sjá til þess að lausnirnar þjóni öllum notendum á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt og gefi mesta virði fyrir útlagðan kostnað.

Það eru til margar leiðir til að meta virði þeirra þjónustulausna sem boðnar eru, þar með talin sjónarmið eins og ávöxtun fjárfestinga, heildarkostnaður við eignarhald, aukinn sveigjanleiki, minni stjórnsýslubyrði, aukin hagkvæmni, minni áhætta, aukið gagnsæi, einföldun, bætt verklag og viðurkenning á árangri og hæfni til að veita góða þjónustu.

Tilmæli um áherslur landsumgjarðar

Starfshópurinn hefur forgangsraðað eftirfarandi tilmælum um áherslur landsumgjarðar:

 • Samræma landsumgjörð (NIF) við evrópska umgjörð (EIF)
 • Sammælast um staðla og forskriftir til að tryggja tæknilega samvirkni
 • Nota skipulega, gagnsæja og hlutlausa nálgun við mat og val á formlegum skilgreiningum
 • Afla pólitísks stuðnings og stuðnings yfirstjórna fyrirtækja fyrir átak í samvirkni
 • Hafa samvinnu um þróun á almennum lausnum, endurnýta og deila lausnum
 • Aðhillast opinleika
 • Sammælast um viðeigandi og almenn stefnumið fyrir öryggi og friðhelgi
 • Styðja stofnun vettvanga um merkingarlega samvirkni, bæði þvert á atvinnugreinar og innan atvinnugreina, og hvetja til miðlunar á niðurstöðum
 • Þróa nauðsynleg skil fyrir aðgang að sannvottuðum upplýsingalindum og samræma þau bæði merkingarlega og tæknilega
 • Að öllu jöfnu, velja opnar skilgreiningar

Hafir þú einhverjar ábendingar eða athugasemdir við drögin endilega sendu okkur línu

Senda
Allir reitir verða að vera fylltir út
Skilaboð hefur verið sent