Um verkefnið

Meginmarkmið verkefnisins voru tvö:

  • Að byggja upp þekkingu á samvirkni og lykilþáttum landsumgjarðar, stofna til samstarfs um slíka umgjörð og móta tillögu að fyrirkomulagi til framtíðar.
  • Að gera fyrstu útgáfu af landsumgjörð fyrir afmarkaða þætti samvirkni í rafrænni þjónustu.

Nálgun

Verkefnið var unnið af sérfræðingum fjármálaráðuneytisins í samstarfi við önnur ráðuneyti og fulltrúa sveitarfélaga og atvinnulífsins. Nálgun verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar var unnið að uppbyggingu á þekkingu og samstarfi um samvirkni þar sem gerð verður tillaga að fyrirkomulagi landsumgjarðar til framtíðar. Hins vegar var unnið að fyrstu útgáfu af landsumgjörð sem felur í sér samkomulag allra þeirra hagsmunaaðila sem koma að verkefninu fyrir tiltekna lykilþætti í samvirkni í rafrænni þjónustu. Í meginatriðum er fyrsta útgáfa samkomulag þessara aðila um val á stöðlum og forskriftum, byggt á þeim verkefnum og því skipulagi sem eru til staðar nú þegar.

 

Í verkefninu var áhersla á samstarf allra hagsmunaaðila í uppbyggingu á landsumgjörð sem felur þá í sér samkomulag samfélagsins um þau viðmið sem munu gilda. Einn tilgangur verkefnisins var að leggja til hversu víðtækt samstarf verður um umgjörð fyrir samvirkni til framtíðar; m.a. hvort forsenda er til þess að byggja upp landsumgjörð fyrir allt samfélagið eða hvort farsælla sé að afmarka umgjörðina við hið opinbera, eða jafnvel ríkið eingöngu, eða hvort ástæða er til að byggja upp sér umgjarðir fyrir atvinnulíf, ríki og sveitarfélög.

Landsumgjörð

Fjármálaráðuneytið skipaði starfshóp um landsumgjörð um samvirkni í rafrænni þjónustu í júní 2010. Honum var ætlað að leiða uppbyggingu umgjarðar og samþykkja fyrstu útgáfu af landsumgjörð um samvirkni fyrir Ísland.

Hafir þú einhverjar ábendingar eða athugasemdir við drögin endilega sendu okkur línu

Senda
Allir reitir verða að vera fylltir út
Skilaboð hefur verið sent